Hoppa yfir valmynd

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Dómsmálaráðuneytið

Hlutverk 

Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Nefndin tók til starfa 1. janúar 2017.

Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin yfirfer erindi sem henni berast, greinir þau og kemur í viðeigandi farveg hjá saksóknara, viðkomandi lögreglustjóra eða ríkislögreglustjóra. Þessum embættum ber jafnframt að tilkynna nefndinni um kærur og kvartanir sem berast embættunum beint frá borgurum.

Nefndin fer ekki með ákæruvald, rannsókn sakamála eða vald til að beita starfsmenn lögreglu viðurlögum. Nefndin fylgist hins vegar með meðferð þeirra erinda sem heyra undir starfssvið hennar og getur sent viðkomandi embætti athugasemdir við afgreiðslu einstakra mála eða tilmæli um aðrar aðgerðir, ef tilefni þykir til.

Skipun nefndar

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur jafnframt það hlutverk að taka til athugunar mál þegar maður lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til.

Nefndin er skipuð þremur nefndarmönnum, einum tilnefndum af Lögmannafélagi Íslands, öðrum af Mannréttindaskrifstofu Íslands en sá þriðji er skipaður af dómsmálaráðherra og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. Þrír varamenn eru einnig skipaðir sam­kvæmt tilnefningum frá sömu aðilum.

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipa:

  • Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur, og jafnframt formaður, tilnefndur af ráðherra,
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands.
  • Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af Lögmannafélagi Íslands.

 Varamenn nefndarmanna eru:

  • Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og jafnframt varaformaður, tilnefnd af ráðherra.
  • Flosi Hrafn Sigurðsson, héraðsdómslögmaður, tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands.
  • Grímur Sigurðarson, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.

Tilkynningar

Hver sá sem telur að starfsmaður lögreglunnar hafi (1) framið refsivert brot í starfi (2) viðhaft ámælisverða starfsaðferð eða framkomu í starfi (3) er ósáttur við almenna starfshætti lögreglu getur leitað beint til nefndarinnar með tilkynningu og óskað eftir að mál hans verði tekið til athugunar.

Til að hafa samband við nefnd um eftirlit með lögreglu er einnig hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða bréfpóst á eftirfarandi heimilisfang:

Nefnd um eftirlit með lögreglu
Borgartúni 29
105 Reykjavík

Vefur nefndarinnar er á www.nel.is. Þar er að finna upplýsingar um starf og hlutverk nefndarinnar.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum