Hoppa yfir valmynd

Nefnd um málefni flóttafólks

Félagsmálaráðuneytið

Hlutverk nefndarinnar er að kortleggja núverandi þjónustu við einstaklinga sem fengið hafa stöðu flóttafólks eftir hælismeðferð og gera tillögu að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk. Sérstaklega skal hugað að þáttum sveitarfélaga, stofnana og frjálsra félagasamtaka og fræðslu fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem kemur að móttöku flóttafólks. Skipun nefndarinnar er í samræmi við þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árið 2016-2019 sem samþykkt var af Alþingi þann 20. september 2016.

Nefndina skipa

  • Kristján Sturluson, án tilnefningar, formaður
  • Anna Guðrún Björnsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Guðlaug Hrönn Pétursdóttir, tiln. af Vinnumálastofnun
  • Hrafnhildur Kvaran, tiln. af Rauða krossinum á Íslandi
  • Íris Björg Kristjánsdóttir, tiln. af innanríkisráðuneytinu
  • Páll Ólafsson, tiln. af Barnaverndarstofu
  • Rúnar H. Haraldsson, tiln. af Fjölmenningarsetri
  • Sigurður Örn Eyjólfsson, tiln. af Útlendingastofnun

Starfsamaður nefndarinnar er Linda Rós Alfreðsdóttir.

Nefndin er skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra 24. mars 2017.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira