Hoppa yfir valmynd

Samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga

Innviðaráðuneytið

Tilgangur nefndarinnar er að auka traust og formfestu í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, bæta stjórnsýslu hins opinbera og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnum og þörfum hvors aðila fyrir sig. Nefndin skal fara yfir einstök mál sem vísað er til hennar og jafnframt skal nefndin taka sérstaklega upp á fundum sínum umræðu um með hvaða hætt er unnt að bæta verkferla og samskipti þessara stjórnsýslustiga sbr. 6. mgr. 128. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
  • Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins
  • Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.

Núgildandi samstarfssáttmáli er frá 2. apríl 2008 og er hann ótímabundinn en með ákvæði um endurskoðun ef annar hvor aðili telur ástæðu til.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum