Hoppa yfir valmynd

Nefnd um skráningu atvinnusjúkdóma

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samkvæmt 68. og 75. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, ber Vinnueftirliti ríkisins meðal annars að sjá um að haldin sé skrá yfir atvinnusjúkdóma. Enn fremur ber læknum að tilkynna um það til Vinnueftirlitsins komist þeir að því eða fái þeir grun um að starfsmaður eða hópur starfsmanna hafi atvinnusjúkdóm eða atvinnutengdan sjúkdóm, sbr. 79. gr. fyrrnefndra laga. Hins vegar virðist hvorki Vinnueftirlitinu né öðru stjórnvaldi hafa verið falið það hlutverk samkvæmt lögum að ákveða hvaða sjúkdómar eða sjúkdómseinkenni geti talist til atvinnusjúkdóma eða atvinnutengdra sjúkdóma samkvæmt íslenskum lögum. 

Í ljósi framangreinds hefur félags- og barnamálaráðherra ákveðið að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig standa skuli að málum þegar ákveðið er hvort sjúkdómur eða sjúkdómseinkenni skuli teljast atvinnusjúkdómur eða atvinnutengdur sjúkdómur. Enn fremur hefur nefndin það hlutverk að koma með tillögur um hvort gefa eigi út sérstakan lista eða sérstaka skrá yfir atvinnusjúkdóma hér á landi og þá í hvaða tilgangi sem og hvernig slík framkvæmd ætti þá að fara fram, meðal annars með tilliti til persónuverndar. Er gert ráð fyrir að nefndin horfi í störfum sínum meðal annars til annarra Norðurlanda hvað varðar skráningu atvinnusjúkdóma í þeim ríkjum. Þá er gert ráð fyrir að nefndin horfi einnig í störfum sínum til laga um slysatryggingar almannatrygginga nr. 45/2015. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum fyrir lok janúar 2022.

Nefndin eru þannig skipuð: 

  • Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, án tilnefningar, formaður.
  • Andri Valur Ívarsson, tiln. af Bandalagi háskólamanna.
  • Anna Hermannsdóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
  • Anna Birgit Ómarsdóttir, tiln. af heilbrigðisráðuneyti.
  • Alma D. Möller, tiln. af embætti landlæknis.
  • Ellisif Tinna Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Hrannar Már Gunnarsson, tiln. af BSRB.
  • Jón Rúnar Pálsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins.
  • Sara S. Öldudóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands.
  • Sigurður Einarsson, tiln. af Vinnueftirliti ríkisins.

Starfsmaður nefndarinnar er Stefán Daníel Jónsson, lögfræðingur á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar í félagsmálaráðuneytinu.

 

Skipuð af félags- og barnamálaráðherra 14. júní 2021

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira