Stjórn námsgagnasjóðs er skipuð sbr. ákvæði 6. gr. laga nr. 71/2007 um námsgögn. Hlutverk stjórnarinnar er að ákveða skiptingu fjármuna milli grunnskóla til námsgagnakaupa á grundvelli upplýsinga frá Hagstofu Íslands um fjölda skráðra nemenda í hverjum grunnskóla á síðastliðnu skólaári. Stjórnin hefur eftirlit með því að farið sé að úthlutunarreglum, sbr. 4. gr. reglugerðar um námsgagnasjóð nr. 1111/2007.
Skipunin gildir frá 2. mars 2020 til 1. mars 2024.
Stjórnin er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Guðni Olgeirsson, án tilnefningar, formaður
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, skv. tilnefningu Kennarasambands Íslands,
Helga Guðmundsdóttir, skv. tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Varamenn:
Marta Guðrún Skúladóttir, án tilnefningar,
Þorsteinn Sæberg, skv. tilnefningu Kennarasambands Íslands,
Nanna Kristín Christiansen, skv. tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Námsgagnasjóður. Stjórn 2020-2024.
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.