Hoppa yfir valmynd

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins - stjórn 2021-2022

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samkvæmt 4. gr. laga nr. 61/1997 um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins með síðari breytingum sitja fimm menn í stjórn sjóðsins og eru þeir skipaðir af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til eins árs í senn. Stjórnin skal þannig skipuð: einn án tilnefningar, einn samkvæmt ábendingum samtaka atvinnufyrirtækja í iðnaði, einn eftir tilnefningu þess ráðherra er fer með málefni nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi, einn eftir tilnefningu sama ráðherra samkvæmt ábendingum samtaka atvinnufyrirtækja í sjávarútvegi og einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Í stjórninni eiga sæti:

Áslaug Friðriksdóttir, skipuð án tilnefningar
         
Sigurður Hannesson, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins.
Varamaður: Sigríður Mogensen, tilnefnd af sama

Arnbjörg Sveinsdóttir, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Varamaður: Jóna Jónsdóttir, tilnefnd af sama

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Róbert Eric Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
Varamaður: Helga Ingólfsdóttir, tilnefnd af sama.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira