Hoppa yfir valmynd

Prófnefnd um réttindi til að verða héraðsdómslögmaður

Dómsmálaráðuneytið

Í lögum nr. 77/1998 um lögmenn segir í 7. gr.:

Umsækjandi um réttindi til að vera héraðsdómslögmaður verður að standast prófraun sem þriggja manna prófnefnd annast. Dómsmálaráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn. Skal skipa einn nefndarmann eftir tilnefningu Lögmannafélags Íslands, annan samkvæmt tilnefningu lagadeildar Háskóla Íslands, en þann þriðja án tilnefningar og skal hann ekki vera starfandi lögmaður. Jafnmargir varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Ráðherra skipar nefndinni formann, svo og varaformann úr röðum varamanna.

Aðalmenn:

  • Þorsteinn Davíðsson, héraðsdómari, formaður nefndarinnar, tilnefndur af dómsmálaráðherra
  • Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., tilnefnd af Lögmannafélagi Íslands
  • Ásmundur Helgason, héraðsdómari, tilnefndur af Dómarafélagi Íslands

Varamenn:

  • Sandra Hlíf Ocares, lögfræðingur og jafnframt varaformaður, tilnefnd af dómsmálaráðherra
  • Stefán Geir Þórisson, hrl., tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands
  • Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari, tilnefnd af Dómarafélagi Íslands

Skipunartími nefndarinnar er frá og með 26. mars 2019 til og með 25. mars 2023 eða til fjögurra ára.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira