Í lögum nr. 77/1998 um lögmenn segir í 7. gr.:
Umsækjandi um réttindi til að vera héraðsdómslögmaður verður að standast prófraun sem þriggja manna prófnefnd annast. Dómsmálaráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn. Skal skipa einn nefndarmann eftir tilnefningu Lögmannafélags Íslands, annan samkvæmt tilnefningu lagadeildar Háskóla Íslands, en þann þriðja án tilnefningar og skal hann ekki vera starfandi lögmaður. Jafnmargir varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Ráðherra skipar nefndinni formann, svo og varaformann úr röðum varamanna.
Aðalmenn:
- Þorsteinn Davíðsson, héraðsdómari, formaður nefndarinnar, tilnefndur af dómsmálaráðherra
- Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., tilnefnd af Lögmannafélagi Íslands
- Ásmundur Helgason, héraðsdómari, tilnefndur af Dómarafélagi Íslands
Varamenn:
- Guðrún Margrét Baldursdóttir, lögfræðingur og jafnframt varaformaður, tilnefnd af dómsmálaráðherra
- Stefán G. Þórisson, hrl., tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands
- Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari, tilnefnd af Dómarafélagi Íslands
Skipunartími nefndarinnar er frá og með 1. mars 2015 til og með 28. febrúar 2019 eða til fjögurra ára.