Hoppa yfir valmynd

Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu

Heilbrigðisráðuneytið

Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu er skipuð skv. 7. gr. reglugerðar um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, nr. 441/2006. Nefndin skal vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Nefndin skal meðal annars fjalla um hvar neyðarbirgðir blóðhluta skuli vera staðsettar og hvernig tryggja megi að blóðbirgðir séu nægjanlegar á hverjum tíma, en þannig að fyrningu blóðhluta vegna neyðarbirgða sé haldið í lágmarki. Yfirlæknir blóðbanka hefur rétt til setu og þátttöku á öllum fundum ráðgjafanefndarinnar.

Nefndina skipa

  • Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, án tilnefningar, formaður
  • Kári Hreinsson, yfirlæknir svæfingadeildar, tiln. af Landspítala
  • Ólöf Sigurðardóttir, rannsóknarlæknir, tiln. af Sjúkrahúsinu á Akureyri
  • Vilhelmína Haraldsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum, tiln. af sóttvarnalækni.

Ráðgjafanefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra frá 15. október 2018.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum