Hoppa yfir valmynd

Ráðgjafarnefnd Landspítala

Heilbrigðisráðuneytið

Ráðgjafarnefnd Landspítala er skipuð skv. 2. mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Jafnframt skal nefndin meðal annars fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári.

Aðalmenn

 • Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, formaður
 • Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, varaformaður
 • Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra
 • Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra
 • Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara
 • Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands
 • Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ
 • Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu
 • Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðumaður Hjartaverndar

Varamenn

 • Hjalti Þór Vignisson, fyrrverandi sveitastjóri
 • Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla
 • Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna
 • Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar
 • Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar
 • Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
 • Reynir Tómas Geirsson, fyrrum prófessor og fæðingarlæknir
 • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
 • Andri Snær Magnason, rithöfundur

Ráðgjafarnefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra frá 22. júní 2018 til fjögurra ára.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira