Hoppa yfir valmynd

Starfshópur sem falið er að skrifa drög að nýjum heildarlögum um sóttvarnir

Heilbrigðisráðuneytið

Þann 11. nóvember 2020 skilaði starfshópur ráðherra drögum að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum, nr. 19/1997. Ráðherra mælti síðar fyrir frumvarpinu þann 25. nóvember 2020 og varð það að lögum 4. febrúar 2021. Í skilabréfi áðurnefnds starfshóps segir að hópnum hafi verið falið að semja drög að frumvarpi, í þeim tilgangi að skýra ákvæði laganna um opinberar sóttvarnaráðstafanir á grundvelli fenginnar reynslu af heimsfaraldri SARS-CoV-2 veirunnar. Starfshópurinn lagði jafnframt til grundvallar vinnu sinni álitsgerð Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana. Þá segir í skilabréfinu að starfshópurinn hafi verið sammála um afmörkun verkefnisins samkvæmt skipunarbréfi. Hins vegar væri það mat hópsins að tilefni væri til frekari endurskoðunar á lögunum.

Í nefndaráliti velferðarnefndar vegna frumvarpsins var heildarendurskoðun sóttvarnalaga sérstaklega tekin til umfjöllunar. Frumvarpinu var vísað aftur til velferðarnefndar eftir 2. umræðu á Alþingi. Eftir umfjöllun nefndarinnar gaf nefndin út nefndarálit á milli 2. og 3. umræðu. Í því var aftur fjallað sérstaklega um heildarendurskoðun laganna og að í þeirri vinnu þurfi sérstaklega að líta til löggjafar á Norðurlöndum, skuldbindinga Íslands á grundvelli EES-samningsins og Schengen-samstarfsins. Þar segir jafnframt að nefndin hvetji til þess að Alþingi verði upplýst reglulega um framgang heildarendurskoðunar laganna. 

Starfshópinn skipa

  • Sigurður Kári Árnason, án tilnefningar, formaður
  • Kjartan Ólafsson, tiln. af dómsmálaráðuneytinu
  • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, tiln. af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Dagrún Hálfdánardóttir, tiln. af embætti landlæknis
  • Haraldur Briem, tiln. af sóttvarnalækni
  • Ásdís Elfarsdóttir Jelle, tiln. af Sóttvarnaráði
  • Hildur Helgadóttir, tiln. af Landspítala
  • Víðir Reynisson, tiln. af ríkislögreglustjóra

Starfsmaður starfshópsins er Rögnvaldur G. Gunnarsson, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra þann 18. júní 2021. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili drögunum til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember 2021. 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira