Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um átaksverkefni í friðlýsingum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipaður 5. september 2018
Starfshópurinn hefur það hlutverk að vinna að framgangi átaks í friðlýsingum í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Starfshópurinn skal vinna að friðlýsingum eftir því sem við á, skv. lögum um náttúruvernd, lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun og sérlögum einstakra svæða. Hópurinn skal hittast reglubundið og vinna að átaksverkefnunum í samvinnu við sveitastjórnir og hagsmunaaðila. Starfshópnum er ætlað að skila áfangaskýrslum um framgang verkefna til ráðherra.

Starfshópnum er ætlað að vinna eftirfarandi verkefni:
1.1. Svæði í verndarflokki 2. áfanga rammaáætlunar
Í núgildandi rammaáætlun (RÁ) eru virkjanakostir í verndarflokki sem ber að friðlýsa. Friðlýsing svæðanna, skilmálar ásamt landfræðilegri afmörkum skal unnin í samræmi við málsmeðferð náttúruverndarlaga.
1.2. Svæði og tegundir á náttúruverndaráætlunum
Unnið skal að friðlýsingu svæða og tegunda á náttúruverndaráætlunum í samræmi við þingsályktanir.
1.3. Svæði undir álagi ferðamanna
Verulega hefur fjölgað svæðum þar sem náttúruverndargildi hefur rýrnað vegna álags ferðamanna og skal unnið að friðlýsa nokkur þeirra.
1.4. Stækkun þjóðgarða
Unnið skal að stækkun þjóðgarða í samræmi við framkomnar tillögur.

Án tilnefningar
Sigríður Auður Arnardóttir, formaður, ráðuneytisstjóri umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
Guðríður Þorvarðadóttir, sérfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
Steinar Kaldal, verkefnisstjóri, umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri, Umhverfisstofnun,
Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, sérfræðingur, Umhverfisstofnun,
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri, Umhverfisstofnun.


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira