Hlutverk fagráðs um náttúrufræði er m.a. að gera raunhæfar tillögur til ráðherra um eflingu náttúrufræði og aukinnar samfellu milli leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigs og vera Menntamálastofnun til ráðgjafar við mótun og útfærslu verkefna um eflingu náttúrufræði í grunnskólum, m.a. með starfsþróun kennara og ráðgjöf til skóla.
Fagráðið er þannig skipað:
Aðalmenn:
- Gauti Eiríksson, formaður, tilnefndur af Félagi grunnskólakennara,
- Skúli Pétursson, tilnefndur af Menntamálastofnun,
- Bjarni Kristófer Kristjánsson, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins,
- Guðmundur Grétar Karlsson, tilnefndur af Félagi framhaldsskólakennara,
- Harpa Sigmarsdóttir, tilnefnd af Félagi raungreinakennara,
- Birgir Urbancic Ásgeirsson, tilnefndur af Náttúrutorgi - Starfssamfélagi náttúrufræðikennara,
- Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir, tilnefnd af Félagi leikskólakennara.
Varamenn:
- Halldóra Björk Guðmundsdóttir, tilnefnd af Félagi grunnskólakennara,
- Sigurgrímur Skúlason, tilnefndur af Menntamálastofnun,
- Ragnhildur Helga Jónsdóttir, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins,
- Ester Ýr Jónsdóttir, tilnefnd af Félagi framhaldsskólakennara,
- Martin Jónas Björn Swift, tilnefndur af Félagi raungreinakennara,
- Svava Pétursdóttir, tilnefnd af Náttúrutorgi - Starfssamfélagi náttúrufræðikennara.
Skipunartími er frá 16. nóvember 2020 til 15. nóvember 2023.