Spretthópur sem ætlað er að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann 2025
Hlutverk hópsins felst í að greina stöðu og árangur verkefnisins frá upphafi innleiðingar þess, áskoranir og tækifæri og koma með tillögur að úrbótum og þróun verkefnisins í þágu barna hér á landi.
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júlí 2025.
Hópurinn er þannig skipaður:
- Tryggvi Hjaltason, formaður, án tilnefningar
- Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja
- Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri Hamarsskóla
- Einar Gunnarsson, skólastjóri Barnaskólans í Vestmannaeyjum
- Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu- og uppeldissviðs í Vestmannaeyjum
- Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, sérfræðingur í grunnskólamálum Reykjavíkurborgar
- Dr. Kristján Ketill Stefánsson, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands
- Auðun Valborgarson, próffræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.