Hoppa yfir valmynd

Nefnd um vinnuaðstæður sorphirðufólks

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um til hvaða aðgerða unnt sé að grípa til að bæta vinnuaðstæður starfsfólks við sorphirðu en það liggur fyrir að vinnuverndarsjónarmið, viðmið um aðgengi að sorpílátum við íbúðarhúsnæði sem og viðmið fyrir meðhöndlun úrgangs þurfa að fara saman. Þess ber einnig að geta að nágrannaþjóðir okkar hafa margar tekið þessi mál fastari tökum en gert hefur verið hérlendis svo tryggja megi aðbúnað og öryggi starfsfólks við sorphirðu. Meðal þess sem nefndinni er ætlað er að koma með tillögu að:

 

  • Samræmingu vinnuverndarsjónarmiða, viðmiða um aðgengi að sorpílátum við íbúðarhúsnæði og viðmiða hvað varðar meðhöndlun úrgangs.
  • Reglum um starfsumhverfi starfsfólks við sorphirðu.
  • Kröfum sem unnt er að gera í tengslum við sorphirðu við íbúðarhúsnæði að teknu tilliti til eldri byggingarreglugerða um breytt aðgengi að      heimilissorpi þannig að hirða þess verði viðunandi fyrir starfsfólk sem annast sorphirðu.
  • Útfærslu á hugsanlegum framkvæmdastyrkjum vegna eldra húsnæðis þar sem komið yrði til móts við nauðsynlegar breytingar hvað varðar aðgengi að       sorpílátum við íbúðarhúsnæði.
  • Kynningarherferð þar sem tilgangurinn væri að upplýsa fasteignaeigendur um vandann og hvaða áhrif óviðunandi vinnuaðstæður starfsfólks við      sorphirðu geta haft á líðan þess í starfi og möguleg langtímaáhrif á heilsu þess.

 

Nefndin eru þannig skipuð:

 

  • Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, án tilnefningar, formaður.
  • Sigrún Dögg Kvaran, tiln. af innviðaráðuneyti.
  • Flosi Hrafn Sigurðsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Friðrik K. Gunnarsson, tiln. af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
  • Þórdís Huld Vignisdóttir, tiln. af Vinnueftirliti ríkisins.

 

Starfsmaður nefndarinnar er Stefán Daníel Jónsson, lögfræðingur á skrifstofu vinnumarkaðar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. 

 

Ekki er greidd þóknun af hálfu ráðuneytisins fyrir setu í nefndinni.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum