Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins

Dómsmálaráðuneytið

Markmið verkefnisins eru meðal annars að tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála á þessu sviði, auka traust á kerfinu. Ætlunin er að raunhæf aðgerðaáætlun samráðshópsins um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins liggi fyrir 1. júní 2016.

Í rannsókn Hildar Fjólu eru fjölmargar úrbótatillögur sem samráðshópurinn skal taka afstöðu til og leggja jafnframt fram aðrar tillögur er svo ber undir. Einnig verður hópnum falið að skoða upplifun brotaþola og sakborninga innan kerfisins, hvernig hægt sé að auka traust og tiltrú á réttarvörslukerfinu og huga að virkari úrræðum fyrir gerendur. Mikilvægt er að horfa heildrænt á verkefnið með það að leiðarljósi að útbúa raunhæfa aðgerðaáætlun fagaðila er að málaflokknum koma þar sem tekin hefur verið afstaða til úrbótatillagnanna sem fyrir liggja og eftir atvikum mótaðar nýjar með það að markmiði að auka skilvirkni, samvinnu og samtal innan réttarvörslukerfisins.

Með opnu samráðsferli milli allra sem koma að málunum, réttarvörslukerfisins, heilbrigðiskerfisins og þeirra sem fara í gegnum réttarvörslukerfið er vonast til að hægt verði að tryggja að verkferlar verði samræmdir með það fyrir augum að kerfið verði skilvirkara. Því er lagt til að hagsmunaaðilar brotaþola og sakborninga fái einnig virka aðkomu að málinu.

Í samráðshópnum sitja:

  • María Rut Kristinsdóttir, sérfræðingur og jafnframt formaður, tilnefnd af ráðherra,
  • Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar, tilnefndur af embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,
  • Brynjólfur Eyvindsson, héraðsdómslögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands,
  • Daði Kristjánsson, saksóknari, tilnefndur af Ríkissaksóknara,
  • Eyrún B. Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss, tilnefnd af Neyðarmóttökunni,
  • Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, tilnefnd af embætti héraðssaksóknara,
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, tilnefnd af embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,
  • Sigríður Hjaltested, héraðsdómari tilnefnd af dómstólaráði.

Jafnframt hefur hverjum þingflokki verið gefinn kostur á að tilnefna tengilið vegna verkefnisins og munu þeir verða upplýstir um stöðu mála reglulega.

Með samráðshópnum starfa Hinrika Sandra Ingimundardóttir, lögfræðingur á skrifstofu almannaöryggis, og Ragna Bjarnadóttir, lögfræðingur á skrifstofu sveitarfélaga og réttinda einstaklinga.

Þeir sem koma vilja á framfæri ábendingum til samráðshópsins geta sent ráðuneytinu erindi á netfangið [email protected]

"
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira