Skipaður af félags- og barnamálaráðherra 28. apríl 2021
Markmiði hópsins er að fylgja eftir tillögum starfshóps sem skipaður var til að greina núverandi stöðu brunamála, kanna skipulega viðhorf og úrbótatillögur helstu sérfræðinga og hagsmunaaðila málaflokksins og gera tillögur að úrbótum er varða brunamál. Helstu verkefni hópsins eru að móta framtíðarsýn og stefnu Brunamálaskólans, endurskrifa reglugerð um skólann og huga að tengingu hans við skólakerfi.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Björn Karlsson, án tilnefningar, formaður.
- Eyrún Viktorsdóttir, tiln. af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
- Stefán Vagn Stefánsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Birgir Finnsson, tiln. af Sambandi slökkviliðsstjóra.
- Jón Kristinn Valsson, tiln. af Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna.
Varamenn:
- Gunnhildur Gunnarsdóttir, án tilnefningar
- Þorlákur Snær Helgason, tiln. af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
- Berglind Eva Ólafsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Ólafur Stefánsson, tiln. af Sambandi slökkviliðsstjóra.
- Anton Berg Carrasco, tiln. af Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna.
Verkefnastjóri hópsins er Kristinn Tryggvi Gunnarsson, forstöðumaður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Ekki er greitt fyrir setu í nefndinni af hálfu ráðuneytisins.