Hoppa yfir valmynd

Samstarfsvettvangur um veiðar á ref og mink

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipaður 26. febrúar 2014.
Hópurinn er skipaður til þriggja ára og hefur það hlutverk að vinna að úrbótum í framkvæmd refa- og minkaveiða, sbr. tillögur í nýlegri skýrslu starfshóps ríkis og sveitarfélaga sem ráðherra skipaði um málið. Samstarfsvettvangnum er einnig falið að auka samræmingu og skilvirkni í málaflokknum og formgera samstarf þeirra aðila sem að framkvæmd veiða á ref og mink koma skv. lögum nr. 64/1994. Verkefni samstarfsvettvangsins er að koma þeim umbótum í framkvæmd sem tilgreind eru í skýrslunni, sérstaklega í kafla 6, og virta árlega skýrslu um umfang þeirra.


Þar er meðal annars tilgreint að samstarfsvettvangnum sé falið að:

  • Vera vettvangur samráðs fyrir setningu markmiða fyrir veiðar á ref og mink
  • Vera vettvangur fyrir samráð um að setja upp aðgerðaráætlanir til skemmri tíma sem miða að þeim markmiðum
  • Setja ramma um formlegt samráð og samhæfingu ríkis og sveitarfélaga til að ná þeim markmiðum
  • Vinna að staðfestingu samstarfs ríkis og sveitarfélaga um áherslur og fyrirkomulag
  • Skilgreina einstaka áfanga og aðgerðir til að tryggja framgang verkefnisins
  • Leggja grunn að breyttum starfsháttum við skipulag og framkvæmd veiðanna
  • Vinna tillögu að breytingu á reglugerð nr. 437/1995 fyrir 15. september 2014
  • Efla traust milli aðila sem málið varðar
Samstarfsvettvangurinn getur kallað til sín aðila til að ná fram markmiðum þessum.

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Gunnlaug H. Einarsdóttir, formaður

Samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands
Trausti Baldursson

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Gunnlaugur Júlíusson


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira