Hoppa yfir valmynd

Fiskeldissjóður - stjórn

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað í stjórn Fiskeldissjóðs, sbr. ákvæði 7. gr. laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, nr. 89/2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Stjórn Fiskeldissjóðs hefur yfirumsjón með reksti hans samkvæmt lögum nr. 89/2019 og reglugerðum settum samkvæmt þeim.  Stjórn Fiskeldissjóðs skal árlega auglýsa opinberlega eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði og þjónustu á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.

Stjórnin er þannig skipuð:

Aðalmenn:
Haraldur Líndal Haraldsson, án tilnefningar,
Álfheiður Ingadóttir, tilnefnd af forsætisráðherra,
Kjartan Dige Baldursson,  tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra,


Varamenn:  
Ása Þórhildur Þórðardóttir,  án tilnefningar,
Orri Páll Jóhannsson, tilnefndur af forsætisráðherra,
Guðrún Birna Finnsdóttir,  tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra,
 
Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum