Stýrihópur um stofnun EMT sveitar á Íslandi
Hlutverk stýrihópsins er að vinna endanlega fjárhagsáætlun fyrir stofnun EMT sveitar á Íslandi og sækja um styrki þar að lútandi. Í kjölfarið mun hópurinn tryggja að tillaga verði gerð um verkefnið í næstu fjármálaáætlun og skilgreina mönnun sveitarinnar. Jafnframt skal stýrihópurinn eiga náið samráð við Landspítalann, Rauða krossinn á Íslandi og Landsbjörg.
Undirbúningshópur um stofnun EMT sveitar á Íslandi skilaði tillögum sínum til ráðherra 30. ágúst 2024 og skilafundur var haldinn með ráðherra 7. nóvember 2024. Hinn 28. janúar 2025 kynnti ráðherra minnisblað fyrir ríkisstjórn um stofnun EMT sveitar á Íslandi.
Í minnisblaði ráðherra voru lagðar fram eftirfarandi tillögur um næstu skref að því gefnu að ríkisstjórnin samþykkti að stofna sveitina:
- Tillaga verður gerð um verkefnið í næstu fjármálaáætlun.
- Heilbrigðisráðherra skipar þriggja manna stýrihóp (fulltrúar heilbrigðisráðuneytis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra) sem eigi þétt samráð við Landspítalann, Rauða kross Íslands og Landsbjörg.
- Hlutverk stýrihóps verði að hefja verkhluta 1 í skýrslunni (sjá kafla 5) og undirbúning við styrkumsóknir.
- Þegar fjármagn hefur verið tryggt mun stýrihópur auglýsa eftir verkefnastjóra sem tekur við verkhluta 1 og framkvæmir næstu verkhluta.
Ríkisstjórnin samþykkti stofnun sveitarinnar að því tilskildu að fjármögnun fengist í fjárlagaferli.
Stýrihópinn skipa
- Tryggvi Hjörtur Oddsson, tilnefndur af sóttvarnalækni, formaður
- Davíð Dominic Lynch, tilnefndur af Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra
- Guðlín Steinsdóttir, án tilnefningar