Hoppa yfir valmynd

Nefnd sem falið er að kanna þunglyndi meðal eldri borgara

Heilbrigðisráðuneytið

Alþingi hefur ályktað að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að þunglyndi eldri borgara verði sérstaklega rannsakað og umfang þess metið. Samkvæmt þingsályktun skal heilbrigðisráðherra skipa nefnd sem hefur þetta hlutverk en mun einnig kanna hvaða leiðir séu best til þess fallnar að koma í veg fyrir þunglyndi meðal eldri borgara. Þá skal nefndin sérstaklega kanna tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna hjá eldri borgurum. Samkvæmt þingsályktuninni er gert ráð fyrir að heilbrigðisráðherra kynni Alþingi niðurstöður nefndarinnar á vorþingi 2021.

Nefndina skipa

  • Berglind Magnúsdóttir, formaður
  • Högni Óskarsson, tiln. af embætti landlæknis
  • Guðrún Ágústsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Sveinn Rúnar Hauksson, tiln. af Geðhjálp

 Starfsmaður nefndarinnar er Hrafnhildur Ýr. Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Nefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra 18. desember 2020 og skal skila niðurstöðum sínum á vorþingi 2021.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira