Alþingi hefur ályktað að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að þunglyndi eldri borgara verði sérstaklega rannsakað og umfang þess metið. Samkvæmt þingsályktun skal heilbrigðisráðherra skipa nefnd sem hefur þetta hlutverk en mun einnig kanna hvaða leiðir séu best til þess fallnar að koma í veg fyrir þunglyndi meðal eldri borgara. Þá skal nefndin sérstaklega kanna tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna hjá eldri borgurum. Samkvæmt þingsályktuninni er gert ráð fyrir að heilbrigðisráðherra kynni Alþingi niðurstöður nefndarinnar á vorþingi 2021.
Nefndina skipa
- Berglind Magnúsdóttir, formaður
- Högni Óskarsson, tiln. af embætti landlæknis
- Guðrún Ágústsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
- Sveinn Rúnar Hauksson, tiln. af Geðhjálp
Starfsmaður nefndarinnar er Hrafnhildur Ýr. Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.
Nefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra 18. desember 2020 og skal skila niðurstöðum sínum á vorþingi 2021.