Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um aðlögunarsamninga, minni bú og fleira í nautgriparækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp vegna aðlögunarsamninga, minni bú o.fl. í nautgriparækt. 

Hinn 25. október sl. var undirritað samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar frá 19. febrúar 2016. Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að framþróun og nýsköpun í nautgriparækt með áherslu á rannsóknir og menntun ásamt sjálfbærari og umhverfisvænni framleiðslu. Samkomulagið var samþykkt í atkvæðagreiðslu kúabænda hinn 4. desember 2019 og Alþingi samþykkti nauðsynlegar lagabreytingar vegna samkomulagsins hinn 17. desember 2019. 

Í 5. gr. samkomulagsins frá 25. október 2019 kemur fram að skipaður verði starfshópur sem muni hafa það hlutverk að fara yfir hugmyndir aðila varðandi aðlögunarsamninga og minni bú. Jafnframt meti hópurinn þörf á aðgerðum annars vegar vegna svæða þar sem framleiðsla hefur dregist saman og hins vegar vegna fyrirhugaðs banns við básafjósum. Jafnframt verði skoðað hvernig hægt sé að styðja betur við rannsóknarstarf og hagnýtar rannsóknir fyrir greinina ásamt fræðslu og menntun kúabænda. Þá verði skoðaðir möguleikar til samrekstrar búa til hagræðingar. Þá kemur fram að aðilar séu sammála um að greina skattalegt umhverfi viðskipta með búrekstur og bújarðir með það að markmiði að auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og tryggja þannig áframhaldandi búrekstur og búskap. 

Starfshópurinn er þannig skipaður:

· Arnar Árnason, Hranastöðum, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,
· Guðrún Lárusdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands,
· Þorvaldur Tómas Jónsson,  skipaður án tilnefningar,
· Elísabet Anna Jónsdóttir,  skipuð án tilnefningar,

Gert er ráð fyrir að hópurinn skili skýrslu með tillögum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2020.  

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira