Hoppa yfir valmynd
04.01.2023 10:32 Utanríkisráðuneytið

Árið þegar hugrekkið minnti á mikilvægi sitt

Allt frá morgni 24. febr­úar þegar ég var vakin um miðja nótt til vegna þeirra válegu tíð­inda sem bár­ust frá Úkra­ínu og fram á síð­ustu daga árs­ins hefur stríðs­rekstur Rúss­lands í landi verið nán­ast alltum­lykj­andi í störfum mínum sem utan­rík­is­ráð­herra.

Fyrstu daga inn­rás­ar­innar bar flestum saman um að varnir Úkra­ínu dygðu ekki nema í örfáa daga. Sjálf fór ég þó að efast um þessa böl­sýni eftir því sem fleiri fréttir bár­ust af óbilandi bar­áttu­anda Úkra­ínu­manna og óförum rúss­neska hers­ins. Lík­lega hefur orð­tækið um að dramb sé falli næst sjaldan átt betur við en um það feigð­ar­flan Pútíns að ráð­ast inn í Úkra­ínu. Sam­kvæmt nýlegri úttekt New York Times hafði rúss­neski her­inn gefið her­for­ingjum sínum þau fyr­ir­mæli að taka með við­hafn­ar­bún­inga fyrir sig­ur­skrúð­göngu í Kænu­garði.

Það varð líka fljótt ljóst að í Úkra­ínu situr maður á for­seta­stóli sem hefur staðið með ein­stakri reisn undir þeirri miklu ábyrgð að leiða þjóð sína þegar sjálfri til­vist hennar er ógn­að. Eflaust rann upp fyrir mörgum á upp­hafs­dögum stríðs­ins að það borg­aði sig ekki að veðja gegn Sel­en­skí þegar sveitir Pútíns sóttu að úr öllum áttum og hann fékk til­boð frá Banda­ríkj­unum um að honum og fjöl­skyldu hans yrði komið í öruggt skjól. „Ég þarf skot­færi, ekki skutl,“ voru hin ódauð­legu við­brögð hans.

Úkra­ínu­menn hafa þannig sam­ein­ast gegn inn­rás Rússa sem krist­all­ast í ummælum Sel­en­skís í úkra­ínska þing­inu í árs­lok: „Litir Úkra­ínu eru orðnir alþjóð­leg tákn um hug­rekki og seiglu. Alls staðar þar sem fólk sér gula og bláa lit­inn okkar veit það að þeir snú­ast um frelsi. Að þeir tákna fólk sem gafst ekki upp, fólk sem sýndi þol­gæði, þjóð sem sam­ein­aði heim­inn og mun fara með sigur af hólmi.“

Það sem greinir stríðið í Úkra­ínu frá öðrum yfir­stand­andi stríðs­á­tökum er að þar er um að ræða hrein­ræktað land­vinn­inga­stríð stór­veld­is. Þótt heim­ur­inn hafi ekki verið alls­kostar frið­sæll frá lokum síð­ari heims­styrj­aldar hefur nokkuð víð­tæk sá ríkt um að landa­mærum ríkja verði ekki hnikað með vopna­valdi. Eitt af þeim ríkjum sem tóku að sér að standa vörð um þessa skipan mála voru Sov­ét­ríkin en hlut­verk þeirra á alþjóða­vett­vangi fékk Rúss­land í arf. Rúss­land hefur því neit­un­ar­vald í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna, stofn­unar sem falin er „að­alá­byrgð á varð­veislu heims­friðar og örygg­is“, og þess vegna hefur ráðið verið væng­stýft hvað varðar við­brögð við inn­rásinni.

Alþjóða­kerfið hefur þannig um margt verið lamað gagn­vart fram­göngu Rúss­lands og þess vegna leggja ríki heims í auknum mæli áherslu á að tryggja eigin varn­ir. Þar er Ísland sann­ar­lega engin und­an­tekn­ing. Sem her­laust smá­ríki á Ísland allt undir því að alþjóða­lög séu virt við úrlausn deilu­mála, ekki vald hins sterka. Aðildin að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu, öfl­ug­asta varn­ar­banda­lagi ver­ald­ar, og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in, öfl­ug­asta her­veldi ver­ald­ar, tryggir Ísland sína varn­ar­hags­muni sína eins vel og hugs­ast getur fyrir svo smátt ríki. Það eru raunar ekki ein­ungis fámennar og her­lausar þjóðir sem telja stöðu sína best tryggða með alþjóð­legri sam­stöðu. Bæði Svíar og Finnar sem ráða yfir öfl­ugum herjum sóttu á nýliðnu ári um að ganga í Atl­ants­hafs­banda­lag­ið.

Þrátt fyrir her­leysi hefur Ísland skyldum að gegna. Í fyrsta lagi kemur ekki annað til greina en að Ísland taki ein­arða afstöðu með Úkra­ínu gegn hinu ólög­mæta inn­rás­ar­stríði Rúss­lands. Þar skor­umst við ekki undan því að taka þátt í efna­hags­legum og póli­tískum refsi­að­gerðum meðan stjórn­völd í Rúss­land troða undir fótum sér öll grund­vall­ar­gildi alþjóða­kerf­is­ins. Í öðru lagi mun Ísland halda áfram að leggja sitt af mörkum til þess að vera hvati að jákvæðri keðju­verkun þegar tæki­færi skap­ast til að gera gagn í alþjóð­legu sam­hengi. Í þriðja lagi hefur Ísland leit­ast við að styðja með beinum hætti við Úkra­ínu, hvort sem er á sviði varna lands­ins, rekstrar grunn­inn­viða eða mann­úð­ar­stuðn­ingi. Á upp­hafs­dögum stríðs­ins gat Ísland til að mynda stutt með mik­il­vægum hætti við varnir Úkra­ínu með því að fljúga með skot­færi sem komin voru í hendur varn­ar­sveita örfáum dögum eftir inn­rás­ina.

Ísland getur stundum fundið tæki­færi til þess að láta til sín taka í krafti smæð­ar­inn­ar. Það verður áfram leið­ar­stef utan­rík­is­þjón­ust­unnar undir minni for­ystu.

Á nýliðnu ári vorum við minnt á fall­valt­leika heims­ins með óþægi­legum hætti. Þótt Ísland sé frið­sælasta land heims og fátt bendi til að alvar­legar ógnir steðji að öryggi okkar er væru­kærð ekki val­kost­ur. Um leið erum líka minnt á að þegar kemur að varn­ar­hags­munum Íslands tryggjum við best okkar eigin hags­muni með því að vera verð­ugir banda­menn þeirra ríkja sem sam­ein­ast hafa um varnir á Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu og með því að standa vörð um alþjóða­lögum og alþjóða­kerfið hér eftir sem hingað til.

Okkar fram­lag er vissu­lega harla lítið í sam­an­burði við vina­þjóðir sem þola miklu harka­legri efna­hags­legar afleið­ingar stríðs­ins – svo ekki sé talað um hina hug­rökku úkra­ínsku þjóð sem berst með lífi sínu gegn ofbeldi og yfir­gangi Rússa. Allt það sem við getum lagt af mörkum leggjum við hins vegar fram án þess að hika. Það krefst ekki mik­ils hug­rekkis fyrir okkur að standa með réttum mál­stað í þeim efn­um. Sam­staða íslensku þjóð­ar­innar um þetta er afdrátt­ar­laus.

Nýhafið ár mun áfram lit­ast mjög af stríð­inu í Úkra­ínu og Ísland verður áfram að leita leiða til að gera gagn í þeim efn­um. Í vor mun Ísland fá tæki­færi til þess að leggja sitt stærsta lóð á þær vog­ar­skálar þegar leið­toga­fundur Evr­ópu­ráðs­ins verður hald­inn í Reykja­vík. Hvort sem það er í formi þess að skapa góðan vett­vang til þess að minna á verð­mæti lýð­ræð­is, mann­rétt­inda og rétt­ar­rík­is; í því að sýna frum­kvæði og for­ystu í mik­il­vægum mann­rétt­inda­mál­um; að gera skyldu okkar í þró­un­ar- og mann­úð­ar­málum eða vera verð­ugir banda­menn þeirra þjóða sem standa okkur næst verðum við að hafa metnað til þess að sinna skyldum okkar af þeim metn­aði og trú­mennsku sem sjálf­stætt og full­valda Ísland á skil­ið.

Gleði­legt nýtt ár.

Greinin birtist í Kjarnanum 4. janúar 2023

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira