Hoppa yfir valmynd
9. mars 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Breyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja (skriflegt umboð) frestað til 30. mars

Breyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja, sem taka átti að gildi þriðjudaginn 10. mars 2020, hefur verið frestað til 30. mars næstkomandi. Í tilkynningu Lyfjastofnunar um frestunina segir að í ljósi örrar fjölgunar COVID-19 smita sé  mikilvægt að hægja á eða stöðva ferla sem geti haft aukna smithættu í för með sér. Skriflegt umboð sé þess eðlis að það auki hættu á að veirur berist manna á milli. Því hafi Lyfjastofnun ákveðið að fresta kröfu um skriflegt umboð til 30. mars nk.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum