Hoppa yfir valmynd
16. mars 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningarstarf á tímum samkomubanns: Samráðshópur ráðherra fundar

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kallað saman samráðshóp lykilaðila í menningarmálum um land allt til þess að vinna að því mikilvæga verkefni að halda uppi starfsemi listastofnana og safna við þær aðstæður sem skapast hafa í íslensku samfélagi. Samkomubann það sem nú hefur tekið gildi bitnar ekki síst á starfsemi menningarstofnana þar sem þær geta ekki haldið uppi hefðbundnu starfi. Hlutverk hópsins er að afla upplýsinga um viðbrögð stofnana sem og tryggja samráð og samstarf þeirra á milli. Fyrsti fundur hópsins fór fram í gær.

Samráðshópurinn er skipaður forstöðumönnum listastofnana og safna, fulltrúum frá safnaráði, Bandalagi íslenskra listamanna, miðstöðvum lista, landshlutasamtökum sveitarfélaga og Akureyrarbæjar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Það liggur fyrir að samkomubannið mun hafa víðtæk áhrif og ekki síst á menningarlífið. Menning er mikilvægur þáttur í lífi íslensku þjóðarinnar og því er brýnt að hlúa að henni. Fyrsti fundur samráðshópsins var afar fróðlegur og upplýsandi. Það er mikilvægt að eiga gott samtal við helstu lykilaðila í menningarlífinu til þess að stilla saman strengi á þessum óvissutímum. Það er ljóst að nú þurfa allir að sýna sveigjanleika og taka höndum saman.“

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum