Hoppa yfir valmynd
18.03.2020 17:00 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Samstarfsráðherrar vilja nýta styrkleika norræns samstarfs

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, á fjarfundi með kollegum sínum á Norðurlöndum. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, átti fjarfund í dag með samstarfsráðherrum Norðurlandanna. Ráðherrarnir leggja áherslu á mikilvægi þéttrar samvinnu og upplýsinga til að mæta þeirri óvissu og áskorunum sem heimurinn tekst á við. Brýnt sé að finna lausnir og bregðast skjótt við til að minnka áhrif á efnahagslífið og auka þjónustu við ríkisborgara Norðurlandanna.

„Síðustu daga höfum við séð hvernig löndin bregðast ólíkt við heima fyrir en við höfum jafnframt séð hve þýðingarmikil norræn samvinna er, sérstaklega þegar kemur að þjónustu við íbúa Norðurlanda. Þar stöndum við sterkt að vígi og þurfum að vinna þétt saman. Öll Norðurlöndin eru með ríkisborgara víða um heim sem vilja koma heim eða munu þurfa á aðstoð að halda seinna meir. Við þurfum á hvort öðru að halda nú sem aldrei fyrr. Þessi fundur er liður í því að sýna samstöðu og samstarfsvilja,“ segir Sigurður Ingi.

Samstarfsráðherrar Norðurlanda voru sammála um að vera áfram í virku sambandi um þær áskoranir sem munu koma upp vegna yfirstandandi aðgerða gegn útbreiðslu COVID-19 veirunnar og nýta styrkleika norræns samstarf til að leysa úr þeim.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira