Hoppa yfir valmynd
23. mars 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar birt í Stjórnartíðindum

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Eins og fram kom í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í gær ákvað heilbrigðisráðherra í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira