Hoppa yfir valmynd
01.04.2020 16:43 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Horft verði fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á árinu 2020

Í ljósi þeirra aðstæðna sem leiða af heimsfaraldri COVID-19, m.a. viðbrögðum markaðsaðila undanfarið, og með vísan til ákvæða eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sendi fjármála- og efnahagsráðherra bréf til Bankasýslu ríkisins 20. mars sl. þar sem farið er fram á að Bankasýslan horfi fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á árinu 2020 og að þessum skilaboðum verði komið áfram til stjórna fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins.

Í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með, kemur fram að fjármálafyrirtækjunum ber að hámarka langtímavirði fyrir ríkissjóð að teknu tilliti til áhættu. Enn fremur segir að tryggja þurfi að þau skili viðunandi arði til hluthafa að teknu tilliti til markaðsaðstæðna, auk þess að arðsemi skuli byggjast á varkárum langtímasjónarmiðum en ekki skammvinnum ávinningi. Loks skal starfsemi fjármálafyrirtækjanna byggjast á markvissri stefnu og hagkvæmum rekstri sem skilar ávinningi til viðskiptavina og samfélagsins til lengri tíma.

Á grunni fyrrgreindrar eigandastefnu setur Bankasýslan fram, eftir atvikum, formlega eða óformlega arðsemiskröfu á eigin fé þessara fyrirtækja. Í samræmi við þessi tilmæli gera stjórnir þessara fjármálafyrirtækja áætlanir um arðgreiðslur til lengri tíma og árlega tillögur um arðgreiðslur sem lagðar eru fyrir hluthafafundi, en eins og að framan er greint er nú farið fram á að Bankasýslan horfi fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á árinu 2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira