Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Yfir 1.000 skráðir í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og 116 komnir til starfa

Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar - mynd

Í dag, 2. apríl höfðu rúmlega 1.000 manns skráð sig á lista bakvarðasveitar heilbrigðisþjónustunnar. Á skrá eru einstaklingar úr 13 löggiltum heilbrigðisstéttum sem hafa boðið fram aðstoð sína. Stéttarfélögin hafa átt frumkvæði og lagt þessu máli lið, m.a. með því að kynna bakvarðasveitina meðal félagsmanna sinna. Nemar í læknisfræði og hjúkrunarfræði geta einnig skráð sig á lista bakvarðasveitarinnar og hafa þónokkrir liðsmenn bæst í bakvarðasveitina úr þeirra röðum.

Þegar þetta er skrifað er búið að ráða 116 bakverði til starfa á heilbrigðisstofnunum hins opinbera. Þar af 72 hjúkrunarfræðinga, 34 sjúkraliða, fjóra lyfjatækna, þrjá lækna, tvo hjúkrunarfræðinema og einn læknanema.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira