Hoppa yfir valmynd
03.04.2020 14:50 Félagsmálaráðuneytið

Réttindavaktin fundar um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi vegna COVID-19

Í vikunni fundaði Réttindavakt félagsmálaráðuneytisins og var farið yfir stöðu fatlaðs fólks á Íslandi í ljósi COVID-19. Réttindavaktin starfar í samvinnu við hagsmunasamtök fatlaðs fólks og styður réttindagæslumenn í störfum sínum meðal annars með því að safna upplýsingum um réttindamál fatlaðs fólks og koma á framfæri ábendingum um það sem betur má fara.  Á fundinum ræddi Réttindavaktin meðal annars um hvernig tryggja megi að þjónusta við fatlað fólk skerðist sem minnst og hvernig hægt sé að tryggja fullnægjandi upplýsingaflæði til fatlaðs fólks. Þá var farið yfir ábendingar sem borist hafa um að margt fatlað fólk sé óöruggt og hafi áhyggjur af mögulegri takmörkun á þjónustu sem þau eru sum hver háð í daglegu lífi.

Afar mikilvægt er að tryggja að öllum sé gert kleift að fylgjast með umræðunni um COVID-19 í samfélaginu og hvetur Réttindavaktin þá aðila sem miðla mikilvægum upplýsingum vegna COVID-19 að hafa efnið einnig á auðlesnu máli. 

Félagsmálaráðuneytið mun nú sem ávallt standa vörð um réttindi fatlaðs fólks og hagsmuni þeirra í  samvinnu við sveitarfélög og aðra þá aðila sem veita fötluðu fólki nauðsynlega þjónustu.

Þá vill félagsmálaráðuneytið jafnframt benda á að hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi allan sólarhringinn í síma 1717 eða á netspjallinu 1717.is. Hjálparsíminn veitir virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda. Einnig bendir ráðuneytið á netfangið vidbragð@frn.is. Þangað geta allir leitað sem hafa áhyggjur af framkvæmd þjónustu eða hafa ábendingar um það sem betur má fara í velferðarþjónustu.

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira