Hoppa yfir valmynd
03.04.2020 10:09 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Sveinspróf verða haldin

Sveinspróf verða haldin  - myndSamstarfsverkefnið #fyrirmig
Mennta- og menningarmálaráðherra ásamt skólameisturum starfsmenntaskóla og umsýsluaðilum sveinsprófa hafa tekið saman höndum til að finna leiðir svo tryggja megi náms- og próflok hjá þeim sem nú stefna að sveinsprófum, þrátt fyrir tímabundnar lokanir skólabygginga og margra vinnustaða.

Sveinspróf verða að þessu sinni haldin 3-5 vikum eftir annarlok og eigi síðar en 15. september. Allir nemendur, sem hyggjast fara í sveinspróf í vor, eru því hvattir til að sækja um hjá umsýsluaðilum sveinsprófa; Iðunni eða Rafmennt.

Eftir nokkrar vikur hefjum við viðspyrnu eftir þrengingar í samfélaginu og þá verður enn ríkari þörf fyrir nýútskrifaða í öllum iðngreinum. Nemendur eru beðnir að fylgjast vel með þróun mála á heimasíðu skólans síns og umsýsluaðila sveinsprófa. Fundnar verða lausnir við áskorunum hverrar iðngreinar og sveinsprófstakar upplýstir um þær eins fljótt og verða má.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira