Hoppa yfir valmynd
14.04.2020 18:48 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Rúmlega milljarður kr. til menningar-, æskulýðs- og íþróttastarfs: Stuðningur vegna COVID-19

Hálfur milljarður kr. mun renna til menningarstarfs og skapandi greina, með sérstakri áherslu á sjálfstætt starfandi listamenn, og 500 milljónir kr. til íþrótta- og æskulýðsstarfs, til að mæta áhrifum COVID-19. Þá verður 100 milljónum kr. varið til varðveislu menningararfs með sérstöku framlagi í húsafriðunarsjóð. Stuðningur þessi byggir á þingsályktunartillögu um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins, sem samþykkt var á Alþingi þann 30. mars sl. Hefðbundin menningarstarfsemi og íþrótta- og æskulýðsstarf hefur nánast lagst af á undanförnum vikum og stór hópur fólks og félaga orðið fyrir miklum tekjumissi.

„Það er mikilvægt að fjárveiting þessi skili sér hratt og vel út í samfélagið, svo hjólin haldi áfram að snúast og tjónið af núverandi aðstæðum verði sem minnst. Heildaráhrif COVID-19 eiga eftir að skýrast og mögulega þarf meiri stuðningur að koma til, svo þessi mikilvæga starfsemi blómstri. Við munum taka afstöðu til þess þegar frekari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira