Hoppa yfir valmynd
21.04.2020 16:50 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

350 milljóna kr. stuðningur við einkarekna fjölmiðla

Ríkisstjórnin hyggst styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna kr. framlagi, vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarnir hafa orðið fyrir samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þak verður sett á fjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla, svo stuðningurinn nýtist bæði stórum og litlum miðlum.

„Það er samfélagslega mikilvægt að tryggja vandaða fjölmiðlun í landinu og með þessu styðjum við reksturinn og aukum atvinnuöryggi blaðamanna. Þótt tekjur fjölmiðla hafi dregist verulega saman hefur spurn eftir þjónustu þeirra stóraukist. Fjölmiðlar hafa því ekki getað dregið saman seglin eða nýtt sér hlutabótaleiðina á sama hátt og mörg þeirra fyrirtækja sem misst hafa stóran hluta tekna sinna. Það kallar á sérstök viðbrögð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur verða veittar um leið og reglugerð þar um liggur fyrir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira