Hoppa yfir valmynd
21.04.2020 16:07 Félagsmálaráðuneytið

Félagslegar aðgerðir fyrir tæpa 5,7 milljarða króna vegna áhrifa af COVID-19

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra - mynd

Félagslegar aðgerðir fyrir tæpa 5,7 milljarða króna eru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19, sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á viðkvæma hópa í samfélaginu. Komið verður til móts við foreldra og aðra umönnunaraðila langveikra eða fatlaðra barna, sem þurfa að sinna aukinni umönnun vegna Covid – 19, með tímabundnum greiðslum. Þá verður stuðningur við aldraða, fjölskyldur fatlaðra barna og börn af erlendum uppruna efldur verulega.

Aðrar aðgerðir sem ráðist verður í eru stuðningur við tómstundir barna af lágtekjuheimilum þar sem jöfn tækifæri þeirra til íþrótta- og tómstundastarfs verða tryggð, átak í náms og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur þar sem fjárveitingar til Atvinnuleysistryggingasjóðs verða auknar og fjölgun sumarstarfa um 3.500 fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eiga engan eða takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta. Þá verður bætt í aðgerðir gegn heimilsofbeldi á Íslandi og um ofbeldi gegn börnum, en röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á okkur öll og við höfum frá upphafi lagt áherslu á það að styðja við viðkvæma hópa á þessum tímum. Þessum nýja aðgerðarpakka er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á viðkvæma hópa í samfélaginu. Við verðum alltaf að hafa það hugfast að fólkið og fjölskyldur landsins eru dýrmætasta eign samfélagsins og þess vegna erum við að ráðast í þessar aðgerðir núna.”

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira