Hoppa yfir valmynd
28.04.2020 13:55 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað að nýju

Álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verður frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt verður í Stjórnartíðindum í dag. 

Ákveðið var að framlengja fyrri ákvörðun um frestun álagningar vegna aðstæðna í samfélaginu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. Samkomubann hefur verið í gildi og ekki verður létt af fyrstu takmörkunum fyrr en 4. maí. Þá hafa margar skoðunarstöðvar verið með skerta afgreiðslu eða lokaðar vegna ástandsins.

Álagningin 1. apríl og 1. maí hefðu tekið til eigenda þeirra bifreiða sem hafa 1 og 2 í endastaf og hefðu því átt að láta skoða ökutæki sín í janúar og febrúar. Álagningin tekur einnig til þeirra sem fóru með ökutæki í skoðun sömu mánuði og áttu að fara í endurskoðun skv. ákvörðun skoðunarmanns ekki síðar en í lok febrúar (1) eða lok mars (2). Álagningu þessara gjalda verður því frestað til 1. júní.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira