Hoppa yfir valmynd
29.04.2020 19:44 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Evrópuríki hvött til að aðlaga tímabundið reglur um endurgreiðslu vegna flugs sökum Covid-19

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, átti fjarfund með evrópskum kollegum sínum í dag. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, átti í dag fjarfund með evrópskum samgönguráðherrum til að ræða leiðir hvernig mætti draga úr neikvæðum áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru á samgöngur í Evrópu. 

Ráðherra lagði áherslu á það á fundinum að Evrópuríki komi sér saman um að aðlaga tímabundið reglur um endurgreiðslu vegna flugs sem fallið hefur niður að núverandi aðstæðum. Það megi gera með því að framlengja endurgreiðslutímabil eða leyfa flugfélögum að gefa út inneignir.

Á fundinum sagði Sigurður Ingi að það væri afskaplega þýðingarmikið að Evrópuríki samræmdu aðgerðir við að aflétta takmörkunum í alþjóðaflugi með markvissum en öruggum hætti. 

Ráðherra greindi frá djúpstæðum áhrifum faraldursins á flug og ferðaþjónustu á Íslandi sem staðið hafi undir drjúgum hluta landsframleiðslunnar. Hann upplýsti að farþegaflug lægi nánast alveg niðri og að fjöldauppsagnir standi fyrir dyrum hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum. Aðeins 5% af hefðbundinni flugstarfsemi stæði eftir sem einkum felist í vöruflutningum. Sigurður Ingi sagði kollegum sínum að stjórnvöld gerðu tæplega ráð fyrir að atvinnugreinin nái aftur flugi fyrr en árið 2021.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira