Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Eftirlitsnefnd vegna viðbótarlána skipuð

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd veitingar viðbótarlána lánastofnana með ríkisábyrgð. Í nefndinni eiga sæti; Einar Páll Tamimi, formaður, Kristrún Heimisdóttir og Ásta Dís Óladóttir.

Eftirlitsnefndinni er ætlað að hafa almennt eftirlit með framkvæmd lánveitinganna til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Nefndin skal skila fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um framkvæmdina á sex mánaða fresti, í fyrsta sinn fyrir 1. nóvember 2020. Jafnframt skal hún upplýsa ráðherra án tafar ef hún verður vör við brotalamir í framkvæmdinni.

Í skipunarbréfi kemur fram að sömu nefnd verði falið að hafa eftirlit með framkvæmd stuðningslána ef Alþingi samþykkir fyrirliggjandi tillögu þess efnis í frumvarpi til laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum