Hoppa yfir valmynd
03.05.2020 19:26 Forsætisráðuneytið

Ávarp forsætisráðherra

Við verðum að vanda okkur því verkefninu er langt í frá lokið, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í ávarpi til íslensku þjóðarinnar í kvöld, degi áður en fyrsta skrefið er stigið í afléttingu samkomubanns á morgun.

„Frá og með morgundeginum hefjum við vegferð okkar, skref fyrir skref í átt að bjartari dögum. Við skulum njóta þess og muna að ástæðan fyrir því að hægt er að taka þetta skref í að slaka á samkomubanninu er sú að við höfum staðið okkur frábærlega og náð tökum á útbreiðslu veirunnar. En við skulum við samt muna að faraldurinn geisar enn um heiminn og nú tekur við erfitt uppbyggingarstarf sem mun reyna á þolinmæðina,“ sagði Katrín í ávarpi sínu og minnti á að ef við missum einbeitinguna þá getur illa farið. 

Hún vottaði ástvinum þeirra sem hafa látist vegna Covid-19 samúð sína og ríkisstjórnarinnar.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira