Hoppa yfir valmynd
8. maí 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

3.400 sumarstörf fyrir námsmenn auglýst á næstunni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið, í samræmi við tillögu ríkisstjórnar Íslands, að verja um 2.200 milljónum króna í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Markmiðið er að með átakinu verði til 3.400 tímabundin störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga. Um er að ræða 4,5 sinnum stærra átak en ráðist var í eftir hrunið árið 2008.

Átakið er unnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög og er vinna þegar hafin við undirbúning. Öll sveitafélög munu skila inn tillögum til Vinnumálastofnunar og í framhaldinu verða öll störfin auglýst. Undirbúningi verður lokið á næstu vikum þannig að unnt verði að auglýsa störfin opinberlega fyrir 26. maí næstkomandi. Stofnanir og sveitarfélög þurfa að skapa ný störf í tengslum við átakið. Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir mánuðir og miðað er við tímabilið frá 1. júní til 31. ágúst.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Við erum að setja aukinn kraft í atvinnuúræði fyrir námsmenn sem munu standa frammi fyrir erfiðleikum við að finna fá vinnu í sumar vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna COVID-19 faraldursins. Þessar aðgerðir eru hluti af félagslegum aðgerðapakka sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á ýmsa hópa í samfélaginu.”

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum