Hoppa yfir valmynd
8. maí 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Fundur heilbrigðisyfirvalda og Evrópuskrifstofu WHO

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller landlæknir áttu í gær tvíhliða fund með Dr. Hans Kluge, forstjóra Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og fleiri fulltrúum stofnunarinnar. Umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn og COVID-19 þar sem ráðherra og landlæknir gerðu grein fyrir þróuninni og stöðu mála hér á landi.

Í upphafi fundarins lýsti heilbrigðisráðherra yfir stuðningi Íslands við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og forystuhlutverk hennar á sviði heilbrigðismála um heim allan. Ráðherra þakkaði jafnframt stofnuninni fyrir þá mikilvægu leiðsögn sem hún hefur veitt í baráttunni við Covid 19.

Dr. Kluge sagði á fundinum að Íslandi hefði augljóslega tekist með aðgerðum sínum að hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar og að heilbrigðiskerfið hefði reynst vel í stakk búið til að valda verkefninu. Á fundinum bauð Dr. Kluge Íslandi aðkomu að vettvangi á vegum WHO þar sem fjallað er um aðferðir og mismunandi próf sem þróuð hafa verið til mótefnamælinga vegna veirunnar.

  • Heilbrigðisráðherra og landlæknir - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira