Hoppa yfir valmynd
12. maí 2020 Forsætisráðuneytið

Áhrif COVID-19 á jafnrétti kynjanna á Norðurlöndunum ​

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarfundi - mynd

Rætt var um viðbrögð Norðurlandanna í tengslum við COVID – 19 og jafnrétti kynjanna á fundi norrænna ráðherra jafnréttismála sem haldinn var í morgun. Fjallað var um ólík áhrif faraldursins á konur og karla, meðal annars út frá efnahagsmálum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Samstaða þjóða er mikilvæg þegar tekist er á við þann heimsfaraldur sem nú stendur yfir. Norðurlöndin hafa sýnt árangur sem eftir er tekið á heimsvísu og mér finnst mikilvægt að efla og styrkja samvinnu og samstarf á vettvangi Norðurlandanna með fundum eins og þeim sem við ráðherrar jafnréttismála áttum í morgun.”

Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um hið ósýnilega umhyggjuhagkerfi sem heldur samfélaginu gangandi og það hversu mikil verðmæti felast í öflugri almannaþjónustu, hvort sem er innan heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins eða félagslega kerfisins. Þá ræddi hún um heimilisofbeldi sem vísbendingar eru um að hafi aukist og viðbrögð stjórnvalda við því. Þá ræddi forsætisráðherra sérstaklega um efnahagsleg viðbrögð við faraldrinum.

Málefni hinsegin fólks voru einnig til umræðu á fundinum og lagði Katrín mikla áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um réttindi þess hóps. Hún kynnti lög um kynrænt sjálfræði sem heimila fólki að ákveða sjálft um skráningu kyns í Þjóðskrá sem eru mikil réttarbót fyrir hinsegin fólk.  Jafnframt greindi forsætisráðherra frá vinnu sem stendur yfir til að tryggja réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og vinnu við að bæta lagalega stöðu hinsegin fólks á öðrum sviðum samfélagsins.

Þá verður sérstakt verkefni um líðan ungs hinsegin og transfólks unnið á vettvangi ráðherranefndarinnar á næsta ári.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
5. Jafnrétti kynjanna
3. Heilsa og vellíðan
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum