Hoppa yfir valmynd
19.05.2020 11:22 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Heimilt að flytja 25% aflamarks

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð þar sem heimild til flutnings aflamarks í botnfisktegundum yfir á næsta fiskveiðiár er aukin tímabundið úr 15% í 25%. Er þetta gert til að stuðla að meiri sveigjanleika við veiðar og vinnslu til að bregðast við áhrifum COVID-19 á íslenskan sjávarútveg.

Samkvæmt gögnum Fiskistofu var hlutfall landaðs botnfiskafla 65% hinn 15. maí sl. en var tæp 70% á sama tíma í fyrra. Mikill samdráttur í eftirspurn eftir ferskfiski í heiminum í kjölfar COVID-19 er helsta ástæða þessarar lækkunar en einnig hefur dregið úr eftirspurn fyrir frosnum afurðum á síðustu vikum. Við þær aðstæður var talið rétt að veita tækifæri til frekari sveigjanleika við veiðar og vinnslu með því að hækka heimild til flutnings úr 15% í 25%.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira