Hoppa yfir valmynd
22. maí 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra í heimsókn í Kvennaathvarfið

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála, Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Kvennaathvarfið í dag og fékk kynningu á starfsemi þess. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tók á móti forsætisráðherra og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, skrifstofustjóra jafnréttismála, sýndi þeim húsnæðið og fór yfir þær úrbætur sem ráðist verður í á komandi mánuðum.

Þær ræddu þá vitundarvakningu í tengslum við heimilisofbeldi sem hefur átt sér stað vegna COVID-19 heimsfaraldursins, mikilvægi þess að vinna markvisst að málefnum barna sem verða fyrir heimilisofbeldi og þau úrræði sem eru í boði fyrir gerendur. Þá fór Sigþrúður yfir framtíðaráætlanir Kvennaathvarfsins sem snýr að aukinni þjónustu við konur á landsbyggðinni, konur með fötlun, konur í neyslu og börn.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Kvennaathvarfið er ákaflega mikilvægt skjól fyrir konur og börn sem beitt eru ofbeldi á heimilum sínum. Vísbendingar um aukið heimilisofbeldi í tengslum við COVID-19 segja okkur að við þurfum að gefa í hvað varðar forvarnir og fræðslu því aðeins þannig upprætum við ofbeldið.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum