Hoppa yfir valmynd
29.05.2020 15:51 Utanríkisráðuneytið

Danmörk opnar landamærin fyrir Íslendingum

Landamæri Danmerkur verða opin Íslendingum frá og með 15. júní með ákveðnum skilyrðum, en nánari útfærslu á skilyrðum fyrir ferðamenn er að vænta frá dönskum stjórnvöldum. Íslendingar geta einnig ferðast til Færeyja frá og með 15. júní og til Eistlands frá og með 1. júní.

„Opnun landamæra sem tilkynnt var um í dag er afar jákvætt skref. Ég átti í gær góð samtöl við utanríkisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og í dag við utanríkisráðherra Finnlands. Við höfum beitt okkur með virkum hætti fyrir opnun landamæra milli Norðurlandanna, þar með talið Færeyjum og Grænlandi. Stjórnvöld í Noregi og fleiri löndum hafa verið jákvæð gagnvart því að opna landamæri sín fyrir Íslendingum vegna þess góða árangurs sem hér hefur náðst,  svo þetta er smám saman að færast í rétta átt,“ segir Guðlaugur Þór, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Að frumkvæði ráðherra hefur opnun landamæra milli Norðurlanda lengi verið rædd óformlega á fundum norrænu utanríkisráðherranna og verður því haldið áfram. Utanríkisþjónustan hefur kannað afstöðu ríkja til opnunar landamæra gagnvart Íslandi á þeim grundvelli að hér hafi faraldurinn verið í rénun og virk smit næstum engin.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira