Hoppa yfir valmynd
12. júní 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stjórnvöld hraða ljósleiðaravæðingu í dreifbýli

Styrkjum í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt var úthlutað í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Haraldur Benediktsson, varaformaður fjarskiptasjóðs skrifuðu undir samninga við sveitarfélög og Neyðarlínuna. - myndHilmar Þór

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í dag úthlutun styrkja samtals að upphæð 443 milljóna kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, sem veittir eru í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Styrkir til sveitarfélaga námu að þessu sinni samtals 317,5 milljónir kr. Einnig var samið við Neyðarlínuna sem fékk 125,5 milljónir kr. til að leggja ljósleiðara og byggja upp fjarskiptainnviði utan markaðssvæða.

Nýverið var samþykkt 400 milljóna kr. viðbótarfjárveiting til fjarskiptasjóðs sem verja skal til verkefnisins og tengdrar innviðauppbyggingar. Fjárveitingin er liður í sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda fram á næsta vor, til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þessu til viðbótar leggur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til 43 milljónir kr. sem framlag úr byggðaáætlun.

„Við erum óðfluga að nálgast takmark okkar að leggja ljósleiðara um nánast allt dreifbýli landsins. Með viðbótarfjárveitingu í ár er unnt að flýta slíkum framkvæmdum enn frekar. Verkefnið Ísland ljóstengt er ein af lykil forsendum búsetugæða, atvinnusköpunar og samkeppnishæfni landsins alls,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Listi yfir styrkþega

Alls var samið við 17 sveitarfélög um styrk úr fjarskiptasjóði en átta þeirra fá einnig úthlutað byggðastyrk úr byggðaáætlun stjórnvalda. Eitt sveitarfélag, Árneshreppur, fær styrk af byggðaáætlun. Auglýst var eftir umsóknum 8. maí sl. og er niðurstaðan eftirfarandi:

 Ísland ljóstengt Fjarskiptasjóður Byggðaáætlun
Árneshreppur

3.000.000

Bláskógabyggð

44.310.000


Dalabyggð

8.700.000

4.000.000

Fjarðabyggð

2.500.000

2.350.000

Flóahreppur

10.720.000


Grýtubakkahreppur

984.000

650.000

Hrunamannahreppur

10.813.000


Ísafjarðarbær

3.007.000

2.000.000

Kaldrananeshreppur

9.500.000

8.000.000

Mosfellsbær

10.960.000


Neyðarlínan ohf.

125.510.000


Reykjavíkurborg

48.960.000


Seyðisfjarðarkaupstaður

6.512.000

4.000.000

Skaftárhreppur

32.266.000

15.000.000

Sveitarfélagið Árborg

14.040.000


Sveitarfélagið Skagafjörður

23.594.000


Sveitarfélagið Vogar

22.583.000


Vestmannaeyjabær

18.056.000


Vesturbyggð

6.985.000

4.000.000

Samtals kr.

400.000.000

43.000.000

Nánar um Ísland ljóstengt

Ísland ljóstengt er tímabundið landsátak ríkisins og sveitarfélaga í ljósleiðarauppbyggingu utan markaðssvæða í dreifbýli. Markmið átaksins, sem er eitt af áherslumálum ríkisstjórnarinnar, er að tryggja nær öllum lögheimilum og fyrirtækjum á slíkum svæðum, aðgang að ljósleiðaratengingu. 

Verkefnið hófst formlega vorið 2016. Úthlutunin í ár er fimmta úthlutun fjarskiptasjóðs og jafnframt sú fjórða á grundvelli byggðaáætlunar á jafn mörgum árum. Stefnt er að lokaúthlutun á grundvelli Ísland ljóstengt á næsta ári.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum