Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Fyrirmæli landlæknis um mótefnamælingar vegna COVID-19

Þann 15. júlí tóku gildi fagleg fyrirmæli landlæknis sem ráðherra hefur staðfest, um mótefnamælingar til greiningar og eftirfylgni á COVID-19 sjúkdómnum auk þess sem breyting á reglugerð um sóttvarnaráðstafanir tók gildi.

Í vissum tilvikum þarf að nota mótefnamælingu til greiningar og eftirfylgni á COVID-19 sjúkdómnum og á mælingin þá að vera viðkomandi að kostnaðarlausu. 

Eftirfarandi ábendingar eru lagðar til grundvallar mótefnamælinga vegna rökstudds gruns um COVID-19:

• Sterkur grunur um virkan COVID-19 sjúkdóm en PCR-próf er neikvætt, sérstaklega ef meira en 10 dagar hafa liðið frá upphafi einkenna. Það getur þurft að endurtaka mótefnamælingu þar sem eitt sýni í bráðum veikindum getur verið neikvætt þótt mótefni mælist svo síðar.
• Veikindi sem samræmast COVID-19 þar sem PCR-próf er jákvætt en rökstuddur grunur er um að COVID-19 sýking sé gömul. Í slíkum tilvikum gæti mótefnamæling staðfest eldri sýkingu af COVID-19 þannig að leita ætti annarra skýringa á veikindum.
• Þörf á vottorði vegna ferðar erlendis til að sækja heilbrigðisþjónustu sem greidd er af Sjúkratryggingum Íslands.

Uppfylli einstaklingur ekki skilyrði faglegra fyrirmæla landlæknis er heimilt að taka gjald fyrir mótefnamælinguna.

Við mótefnamælingu vegna COVID-19 skal einungis notast við mótefnapróf sem uppfylla skilyrði faglegra fyrirmæla landlæknis. 

Reglugerð um breytingu á reglugerð um sóttvarnarráðstafanir

Fagleg fyrirmæli landlæknis

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira