Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 til 4. ágúst

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta til 4. ágúst. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. 

Sóttvarnalæknir telur að skimanir á landamærum séu nú komnar í gott horf og hefur opnun landamæranna ekki leitt til aukningar á innanlandssmitum. Því sé tímabært að huga að frekari tilslökunum á takmörkunum innanlands frá og með 4. ágúst nk. en þá taka gildi 1000 manna fjöldatakmarkanir á samkomum auk þess sem spilasölum og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður heimilt að hafa opið til 24.00 á kvöldin.

Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis og verður framlenging á núverandi auglýsing birt á næstu dögum í Stjórnartíðindum auk nýrrar auglýsingar með breyttum reglum sem taka munu gildi frá og með 4. ágúst nk. 

Minnisblað sóttvarnalæknis

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira