Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2020 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Íþróttaæfingar- og keppnir hefjast að nýju

Æfingar og keppnir fullorðinna í íþróttagreinum með mikilli nálægð verður leyfð að nýju eftir 13. ágúst. Um þetta er fjallað í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Tveggja metra nálægðarregla gildir þó áfram í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga og þurfa þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar að virða hana.

„Ég fagna því að íþróttastarf í landinu geti verið með næstum eðlilegum hætti að nýju, en minni jafnframt á mikilvægi þess að hvert og eitt okkar sinni áfram samfélagslegri skyldu varðandi sóttvarnir og samskipti við aðra. Við erum á góðri siglingu, en það þarf lítið til að rugga bátnum og stefna samfélagslegri virkni í voða. Íþróttafólk hefur sýnt ábyrgð og mun áfram fylgja ströngum reglum innan vallar og utan, svo hér geti íþróttalíf blómstrað samhliða sjálfsögðum sóttvarnarreglum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sérsambönd þess munu útfæra nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar og framkvæmd æfinga og keppna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira