Hoppa yfir valmynd
1. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Vinnuhópur um gagnkvæma viðurkenningu vottorða

Flugstöð - myndHaraldur Jónasson / Hari

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað vinnuhóp til að skoða m.a. hvort stjórnvöld geti viðurkennt erlend vottorð um að einstaklingar hafi sýkst af SARS-CoV-2 veirunni og þar með undanskilið viðkomandi frá kröfum um skimun á landamærum. Liður í þessari vinnu er að kanna hvort taka megi gild vottorð um nýleg neikvæð PCR-próf og jafnvel vottorð sem sýna fram á að einstaklingur hafi myndað mótefni fyrir SARS-CoV-2.

Eins og fram kemur í skipunarbréfi er talið brýnt að ráðast í þessa skoðun og að jafnframt þurfi að hefja skipulagða vinnu til að kanna gagnkvæma viðurkenningu vottorða milli landa. Í framhaldinu myndi vinnuhópurinn hafa það hlutverk að leggja til við stjórnvöld gagnkvæma viðurkenningu vottorða við tiltekin ríki eftir almennum reglum. Samhliða þessari vinnu þarf að yfirfara og gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.

Vinnuhópinn skipa

  • Rögnvaldur G. Gunnarsson, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, formaður
  • Guðrún Aspelund, fulltrúi sóttvarnalæknis
  • Jón Pétur Jónsson, fulltrúi ríkislögreglustjóra
  • María Mjöll Jónsdóttir, fulltrúi utanríkisráðuneytisins
  • Kjartan Ólafsson, fulltrúi dómsmálaráðuneytisins
  • Guðrún G. Gunnlaugsdóttir, fulltrúi Þjóðskrár Íslands

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira