Hoppa yfir valmynd
10. september 2020 Innviðaráðuneytið

Norrænt samstarf mikilvægara en nokkru sinni fyrr að mati samstarfsráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, í ræðustól á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í október 2019. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, sat í dag fjarfund með norrænum kollegum sínum þar sem fjallað var um viðbrögð við heimsfaraldri kórónuveiru og samstarf Norðurlandanna á því sviði. 

Samstarfsráðherrarnir ræddu á fundinum við Bertel Haarder, fv. ráðherra í Danmörku og formann norræna stjórnsýsluhindranaráðsins, um störf Norræna ráðherranefndarinnar í ljósi heimsfaraldursins og áhrif hans á hreyfanleika fólks milli Norðurlandanna. 

Samstarfsráðherrarnir voru sammála um að norrænt samstarf væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr í ljósi faraldursins. „Við áttum umræðu um mikilvægi þess að nýta reynslu Norðurlandanna á uppbyggilegan og jákvæðan hátt til framtíðar þegar glíma þarf við nýjar áskoranir eða krísur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra.

Á fundinum var einnig fjallað um fjárlög Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir næsta ár, sem hljóða upp á 967.547 milljónir DKK, sem er óbreytt frá fyrra ári, ásamt fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2024. Loks funduðu samstarfsráðherrarnir með Lone Strøm, ríkisendurskoðanda Dana, til að ræða framkvæmd á innleiðingu á nýju fjárhagskerfi ráðherranefndarinnar, sem hófst vorið 2019. 

Danir hafa á hendi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á yfirstandandi ári, auk Grænlands og Færeyja, með yfirskriftinni „Samtaka um framtíðarlausnir”. Yfirskriftin lýsir því keppikefli að hrinda í framkvæmd framtíðarsýn landanna fyrir 2030 um að Norðurlöndin eiga að vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum