Hoppa yfir valmynd
11. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Óbreyttar reglur um skimanir á landamærum til 6. október

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja án breytinga gildandi reglur um skimanir á landamærum. Framlengingin gildir til 6. október.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra vísar hann til fyrra minnisblað um þetta efni frá 11. ágúst 2020, þar sem hann kynnti níu mismunandi aðgerðir á landamærum og reifaði kosti þeirra og galla út frá sóttvarnasjónarmiðum. Sóttvarnalæknir segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst og að hann telji enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lámarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands.

Sóttvarnalæknir segir ljóst að skimun á landamærum hafi skilað miklum árangri til að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. Þá hafi komið í ljós að um 20% smita á landamærum hafi einungis greinst í seinni sýnatöku þannig að ef einungis hefði verið beitt inni skimun hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið.

„Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum“ segir sóttvarnalæknir m.a. í meðfylgjandi minnisblaði.

Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að þessi mál hafi verið rædd á fundi sóttvarnaráðs 10. september síðastliðinn og að sóttvarnaráð hafi lýst yfir stuðningi við tillögur og sjónarmið sóttvarnalæknis.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira